eyjaflug.iseyjaflug.is
  • Heim
  • Tegundir flugvéla
    • Skemmtu þér vel með fjarstýrðum flugvélum
    • Mismunandi gerðir svifflugvéla.
    • Leyndardómur yfirgefnu flugvélarinnar á Sólheimasandi
  • Flugfélög
    • Thomas Cook hafnar Sea World
    • Hágæða flugfélög sem enn er einfalt og þægilegt að fljúga með
    • Lufthansa, annað orð fyrir þýska skilvirkni
  • Keflavíkurflugvelli
    • Hvað er hægt að gera í nágreni við Keflavíkurflugvöll?
    • Allt sem þú þarft að vita um Keflavíkurflugvöll
    • Af hverju þú ættir að heimsækja Bakkaflugvöll á Suðurlandi
  • Nýjustu fréttir
  • Tengiliðir

1 milljarða dollara útvíkkunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll

October 22, 2018

Ferðamannaþjónusta er í hámarki á Íslandi, þar sem milljónir manna heimsækja landið annað hvert ár til að kanna fegurð náttúrunnar. Í raun hefur ferðamannafjöldi þrefaldast síðustu fimm árin og fer því yfir þær áætlaðar 8,8 milljónir sem voru fyrir árið 2025. Árið 2017 fékk Ísland meira en 2 milljónir erlendra ferðamanna. Gert ráð fyrir að flugstöðin taki á móti 10 milljónum farþega árið 2018.

Samt sem áður hefur Ísland aðeins einn alþjóðlegan flugvöll, Keflavíkurflugvöll, sem þýðir að allir sem koma til landsins eða fara frá landinu þurfa að fara í gegnum hann. Nýlega tilkynnti flugvöllurinn að hann hefði ekki nægt pláss til að takast á við það gríðarlega magn sem fer frá og kemur til landsins á hverjum degi. Keflavík nær hámarksfjölda gesta á sumum dögum, sem skapar ýmsa erfiðleika við að koma til móts við fjölda flugvéla og ferðamanna.

Vaxandi fjöldi ferðamanna hefur leitt til stækkunar núverandi flugfélaga og innleiðingu nýrra. Wow og Icelandair, tvö stærstu flugfélögin, eru í sterkri samkeppni. Þau auka flotann til ráðstöfunar og bæta þjónustu sem boðið er upp á. Delta, United og American hafa einnig brugðist við með því að fjölga flugum til og frá landinu.

Alþjóðlegi flugvöllurinn er á barmi þess að stækka við sig til að koma til móts við aukna umferð farþega sem koma til að skoða “land íss og elds”. Rekstraraðilinn ISAVIA, tilkynnti að þeir muni nota um það bil 1 milljarð dollara fyrir stækkunina. Til allrar hamingju mun það ekki valda alvarlegum vandamálum vegna þess að landið sem liggur í kring um völlinn er ekki eins og í mörgum öðrum löndum sem hafa upplifað aukinn fjölda ferðamanna.

ISAVIA, sem einnig rekur alla aðra flugvelli á landinu, mun byggja 26 hlið til viðbótar, þar sem 16 þeirra munu tengjast beint við flugvöllinn. Rekstraraðilinn mun fá fé til stækkunarinnar í gegnum lán, tekjur frá flugumferð, lendingargjöld og sérleyfi. Stækkunin mun einnig fela í sér að byggja upp meira pláss fyrir verslanir og veitingastaði.

Related Posts

Viðskiptavinir óánægðir með Keflavíkurflugvöll.

eyjaflug /

Viðskiptavinir óánægðir með Keflavíkurflugvöll.

Nýjungar í gervigreind

eyjaflug /

Nýjungar í gervigreind

Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.

eyjaflug /

Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.

› Mun Airbus A220 ná árangri

Nýlegar færslur

  • Viðskiptavinir óánægðir með Keflavíkurflugvöll.
  • Nýjungar í gervigreind
  • Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.
  • Bandarísk lögregluþyrla hrapar
  • 2017 besta ár fyrir flugöryggi
  • Raunverulegt spilavíti í flugstöðinni
  • Ótti vegna eldgoss og flugs
  • Fleiri flugvellir bæta við sig spilavítum
  • Mögulegar truflanir á flugumferð um alla Evrópu ef gos hefst í Öræfajökli
  • Settu peninginn undir: flugvélin þín hleypir um borð fljótlega!
  • Mun Airbus A220 ná árangri
  • 1 milljarða dollara útvíkkunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll



Flugfélag Íslands kom til Reykjavíkurflugvallar

Víkingasafnið

Back to Top

Hafðu samband við okkur:

contact@eyjaflug.is

sales@eyjaflug.is

Finndu okkur

© eyjaflug.is 2021
Powered by WordPress • Themify WordPress Themes