Bandarísk lögregluþyrla hrapar
Svakalegt myndband var birt nýlega sem sýnir augnablikið þegar lögregluþyrla hrapar til jarðar í lok ágúst. Atvikið átti sér stað í Arkansas í Bandaríkjunum. Flugmaðurinn sem um ræðir telst vera í alvarlegu en batnandi ástandi. Flugmaðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka eftir slysið.
Lögreglan gaf út yfirlýsingu og útskýrði að flugið sem um ræðir hafi verið ætlað til að prófa nýjan búnað. Þessum búnað var komið fyrir í þyrlunni en það hefur ekki verið tilgreint nákvæmlega hver hann var. Þyrlan var á þyrlupalli sem var staðsettur á þaki lögreglustöðvarinnar þegar hefja átti tilraunaflugtakið. Myndbandið sýnir að þyrlan nær ekki nægilegri hæð sem til þarf til að færast til hliðana og virðist stjórnlaus. Nokkrum sekúndum seinna hrapar vélin og þyrluspaðarnir voru alvarlega skemmdir.
Svo virðist sem lendingarbúnaður þyrlunnar hafi orðið fastur undir pallinum sem varð til þess að tilraunin til flugtaks endaði með ósköpum. Frekari skemmdir urðu þegar þyrluspaðarnir losnuðu af vélinni og þyrlan sjálf fór að snúast.
Nafn flugmannsins hefur verið birt og heitir hann William “Bill” Denio. Hann er sagður vera á batavegi en með alvarlega höfuðáverka. Helsta orsök atviksins er talinn vera vindhviða sem ýtti undir þyrluna og truflaði flugtakið með fyrrnefndum afleiðingum.
Þetta slys átti sér stað fimm árum eftir að Glasgow þyrluslysið gerðist árið 2013, en það hræðilega slys varð 10 manns að bana. Í umræddu slysi hrapaði Eurocopter EC135 T2 + þyrla niður á bar sem hét Clutha Vaults. Sex manns sem höfðu verið á barnum og fjórir lögreglumenn létu lífið í slysinu. Í Eftir mikla rannsókn lítur út fyrir að orsökin í þessu tilfelli sé sú að flugmaðurinn hafði ekki haft fullnægandi stjórn á eldsneytiskerfum þyrlunnar. Þessi tvö tilfelli sýna að þörf er á að leggja meiri áherslu á örugga meðhöndlun þyrlnanna. Eins og með öll önnur flugtæki geta verið margar ástæður fyrir því að þyrlur hrapi.