eyjaflug.iseyjaflug.is
  • Heim
  • Tegundir flugvéla
    • Skemmtu þér vel með fjarstýrðum flugvélum
    • Mismunandi gerðir svifflugvéla.
    • Leyndardómur yfirgefnu flugvélarinnar á Sólheimasandi
  • Flugfélög
    • Thomas Cook hafnar Sea World
    • Hágæða flugfélög sem enn er einfalt og þægilegt að fljúga með
    • Lufthansa, annað orð fyrir þýska skilvirkni
  • Keflavíkurflugvelli
    • Hvað er hægt að gera í nágreni við Keflavíkurflugvöll?
    • Allt sem þú þarft að vita um Keflavíkurflugvöll
    • Af hverju þú ættir að heimsækja Bakkaflugvöll á Suðurlandi
  • Nýjustu fréttir
  • Tengiliðir

Bandarísk lögregluþyrla hrapar

January 30, 2019

Svakalegt myndband var birt nýlega sem sýnir augnablikið þegar lögregluþyrla hrapar til jarðar í lok ágúst. Atvikið átti sér stað í Arkansas í Bandaríkjunum. Flugmaðurinn sem um ræðir telst vera í alvarlegu en batnandi ástandi. Flugmaðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka eftir slysið.

Lögreglan gaf út yfirlýsingu og útskýrði að flugið sem um ræðir hafi verið ætlað til að prófa nýjan búnað. Þessum búnað var komið fyrir í þyrlunni en það hefur ekki verið tilgreint nákvæmlega hver hann var. Þyrlan var á þyrlupalli sem var staðsettur á þaki lögreglustöðvarinnar þegar hefja átti tilraunaflugtakið. Myndbandið sýnir að þyrlan nær ekki nægilegri hæð sem til þarf til að færast til hliðana og virðist stjórnlaus. Nokkrum sekúndum seinna hrapar vélin og þyrluspaðarnir voru alvarlega skemmdir.

Svo virðist sem lendingarbúnaður þyrlunnar hafi orðið fastur undir pallinum sem varð til þess að tilraunin til flugtaks endaði með ósköpum. Frekari skemmdir urðu þegar þyrluspaðarnir losnuðu af vélinni og þyrlan sjálf fór að snúast.

Nafn flugmannsins hefur verið birt og heitir hann William “Bill” Denio. Hann er sagður vera á batavegi en með alvarlega höfuðáverka. Helsta orsök atviksins er talinn vera vindhviða sem ýtti undir þyrluna og truflaði flugtakið með fyrrnefndum afleiðingum.

Þetta slys átti sér stað fimm árum eftir að Glasgow þyrluslysið gerðist árið 2013, en það hræðilega slys varð 10 manns að bana. Í umræddu slysi hrapaði Eurocopter EC135 T2 + þyrla niður á bar sem hét Clutha Vaults. Sex manns sem höfðu verið á barnum og fjórir lögreglumenn létu lífið í slysinu. Í Eftir mikla rannsókn lítur út fyrir að orsökin í þessu tilfelli sé sú að flugmaðurinn hafði ekki haft fullnægandi stjórn á eldsneytiskerfum þyrlunnar. Þessi tvö tilfelli sýna að þörf er á að leggja meiri áherslu á örugga meðhöndlun þyrlnanna. Eins og með öll önnur flugtæki geta verið margar ástæður fyrir því að þyrlur hrapi.

Related Posts

Viðskiptavinir óánægðir með Keflavíkurflugvöll.

eyjaflug /

Viðskiptavinir óánægðir með Keflavíkurflugvöll.

Nýjungar í gervigreind

eyjaflug /

Nýjungar í gervigreind

Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.

eyjaflug /

Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.

‹ 2017 besta ár fyrir flugöryggi › Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.

Nýlegar færslur

  • Viðskiptavinir óánægðir með Keflavíkurflugvöll.
  • Nýjungar í gervigreind
  • Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.
  • Bandarísk lögregluþyrla hrapar
  • 2017 besta ár fyrir flugöryggi
  • Raunverulegt spilavíti í flugstöðinni
  • Ótti vegna eldgoss og flugs
  • Fleiri flugvellir bæta við sig spilavítum
  • Mögulegar truflanir á flugumferð um alla Evrópu ef gos hefst í Öræfajökli
  • Settu peninginn undir: flugvélin þín hleypir um borð fljótlega!
  • Mun Airbus A220 ná árangri
  • 1 milljarða dollara útvíkkunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll



Flugfélag Íslands kom til Reykjavíkurflugvallar

Víkingasafnið

Back to Top

Hafðu samband við okkur:

contact@eyjaflug.is

sales@eyjaflug.is

Finndu okkur

© eyjaflug.is 2021
Powered by WordPress • Themify WordPress Themes