Flugvélaflakið á Sólheimasandi verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna og ljósmyndara.
Íslensk náttúra er einstök og falleg á svo margvísan hátt. Á íslandi má finna afar dramatískt, djúpt landslag sem mun vekja athygli þína. Drunandi fossar sem hella hreinu vatni fram af sláandi klettum, glæsileg lón, stórkostlegir hverir, geysar og þúsundir sauðkinda svo eitthvað sé nefnt. Fáir vita að langt inn eftir suður-ströndinni liggur eitthvað sem er ekki náttúrulegt; Yfirgefin flugvél sem hrapaði fyrir meira en fjórum áratugum síðan.
Ekki er langt síðan að myndir af ónýta flakinu á Sólheimasandi voru misskildar sem eitthvað úr vísindaskáldskap. En í dag er flakið af þessari Douglas Dacota vél, og sláandi umhverfi hennar vinsæll ferðamannastaður, bæði fyrir íslendinga sem og ferðamenn sem hverjir hafa sínar kenningar um hvernig hún endaði þarna lengst í óbyggðum. Það sem fólk kannski veit ekki er að þetta er flugvél United States Navy, Douglas Super DC sem nauðlenti eftir að flugmaðurinn gat ekki skipt yfir í hægri eldsneytistank flugvélarinnar. Allir sem voru um borð lifðu ósköpin af, sem betur fer.
Allir geta farið að skoða flugvélina, sem er orðin drauma áfangastaður margra ljósmyndara og ævintýrasinna. Hins vegar er mikilvægt að vita að sandurinn á svæðinu er mjög viðkvæmur, þess vegna er hann friðaður svo hann haldi sínu hráa, slándi og náttúrulega formi. Það þýðir að það er stranglega bannað að keyra á sandinum og upp að flakinu, nema að þú viljir hætta á að fá $13.000 sekt eins og 25 ferðamenn fengu eftir að þeir keyrðu utanvegar. Til að komast að Sólheimasandi er hægt að leigja bílaleigubíl á Reykjavíkurflugvelli og keyra þjóðveginn upp að svörtu “eyðimörkinni”. Ef þú ætlar þér að fljúga yfir sandinn (sem er mögulegt frá öllum flugvöllum á Suðurlandi sem bjóða upp á stutt útsýnisflug) geturðu beðið flugmanninn um að hjálpa þér að komast að yfirgefna flakinu, hann ætti að vita nákvæmlega hvar það er.