Hágæða flugfélög sem enn er einfalt og þægilegt að fljúga með

Hver saknar þess ekki þegar það var einfalt að fljúga og allt var innifalið í fargjaldinu? Mannfólkið er þó alltaf að reyna spara pening og flýgur því gjarnan með lággjalda flugfélögum á kostnað gæða og þjónustu.

Það eru þó enn til flugfélög sem gaman og þægilegt er að fljúga með. Fimm bestu flugfélög heimsins samkvæmt Skytrax World Airline Awards eru meðal þeirra flugfélaga sem starfa ekki sem lággjalda flugfélög sem rukka aukalega fyrir þjónustu, eins og mat um borð og farangur (nema farið sé yfir ákveðna farangursheimild).

Topp 5 flugfélög 2018 samkvæmt Skyrtrax eru:

Singapore Airlines er með bækistöðvar í Singapore. Flugfélagið hóf starfsemi sína í Október 1972 undir nafninu Singapore Airlines. Áður hafði flugfélagið verið hluti af Malaysian-Singapore Airlines (MSA). Singapore Airlines flýgur til yfir 50 áfangastaða í dag og býður upp á fimm mismunandi farrýrmi: svítur, fyrsta farrými, viðskipta farrými, betra almennt farrými og almennt farrými.

Qatar Airways er staðsett í Qatar og flýgur þaðan til yfir 150 áfangastaða. Qatar Airways var stofnað árið 1997. Qatar býður uppá 3 farrými: Fyrsta farrými, viðskipta farrými og almennt farrými.

Ana All Nippon er einnig þekkt undir nafninu Zennikkū. Ana All Nippon er japanskt flugfélag sem var stofnað árið 1952. Ana All Nippon býður upp á fjögur mismuandi farrými og framúrskarandi þjónustu eftir japönskum siðum: Fyrsta farrými, viðskipta farrými, betra almennt farrými og almennt farrými.

Emirates er staðsett í Dubai, einu af sjö furstadæmum Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Emirates var stofnað árið 1985 og flýgur í dag til yfir 180 áfangastaða. Emirates býður uppá fyrsta farrými, viðskipta farrými og almennt farrými.

Eva Air var stofnað í Taiwan árið 1989 og flýgur þessa stundina til 63 áfangastaða. Eva Air býður upp á fimm farrými: Royal, premium laurel farrými, viðskipta farrými, betra almennt farrými og almennt farrými.

Hjá öllum fimm flugfélögunum er það breytilegt eftir áfangastöðum og flugvélagerð hvort öll tilgreind farrými eru í boði hverju sinni.