Leyndardómur yfirgefnu flugvélarinnar á Sólheimasandi

Þegar ég var að skipuleggja fríið mitt á Íslandi, mundi ég eftir sögunni um hrap herflugvélar einhvers staðar á suðurlandi. Þetta var á ferðaáætluninni fyrir næsta dag, þannig að ég skellti mér á netið til að kanna nokkur atriði um staðsetninguna.

Ég er mikill áhugamaðurum allt sem snýr að flugvélum og hef fylgst náið með nánast öllum flughröpum, en ég hef aldrei komið á vettvang neins flughraps þar sem flakið er ennþá á staðnum. Sólheimasandur var áfangastaðurinn sem myndi veita mér langþráð tækifæri, þar sem 10 tonna flak af DC-vél var þar enn… 45 árum síðar.

En það versta var að staðsetningin var nokkuð langt frá Reykjavík, en ég náði sambandi við nokkra aðra Bandaríkjamenn og við lögðum af stað til Sólheimasands. Það er ekki leyfilegt að keyra á staðinn, þannig að við þurftum að skilja bílinn eftir í 5 km fjarlægð og halda áfram fótgangandi. En spenningurinn í okkur var yfirgnæfandi þegar að við loksins komum á staðinn.

Svæðið er stórkostlegt og lítur út eins og vettvangur úr kvikmynd. Við rákumst á hóp ungra ljósmyndara og áhugi þeirra fyrir myndefninu var auðskiljanlegur. Þetta var staðurinn þar sem Justin Bieber hafði skotið tónlistarmyndbandið sitt! En það var ekki mikið eftir af flakinu; bara skrokkurinn.

Því miður fékk fólk á svæðinu rangar upplýsingar varðandi orsök flughrapsins. Þó svo að margar skýrslur bendi til þess að flugmaðurinn hafi skipt yfir í rangan eldsneytistank, þá var það veðrið sem innsiglaði örlög flugvélarinnar. Mótor C117-vélarinnar sogaði upp ís og hreyflarnir frusu. Áhöfnin hafði ákveðið að nauðlenda í Atlantshafi, en sem betur fer fundu þeir betri stað á ströndinni.

Í rauninni ber flugmaðurinn enn sökina og hefur gert allt til þessa dags. Engu að síður komust allir fimm áhafnarmeðlimir vélarinnar lifandi frá slysinu og eins furðulegt og þar er, þá gerðist þetta daginn eftir þakkargjörð.