Lufthansa, annað orð fyrir þýska skilvirkni

Eftir síðari heimsstyrjöldina var Þýskaland í rústum, sundrað, undirmannað, og lítil von. Ekki beint tilvalið umhverfi til að stofna nýtt fyrirtæki, en það var nákvæmlega það sem gerðist þegar Lufthansa var stofnað árið 1954. Ári síðar tengdu flugvélar með Lufthansa merkjum helstu borgir Þýskalands við höfuðborgir Frakklands, Spánar, og Bretands.

Ofan á efnahagslega áreynslu, sem þurfti nauðsynlega til að halda fyrirtækinu gangandi í erfiðum aðstæðum, þurfti Lufthasa að taka þátt í heillandi aðgerð sem átti að hvetja stríðshrjáða Evrópu til að koma til Þýskalands og gera viðskipti sín þar. Í þeim skilningi var Lufthansa fyrirmynd fyrir marknaðssetningu flugfélags framtíðarinnar, að auglýsa örlögin eins mikið og ferðalagið hefur merkingu.

Það var nóg af nýjungum sem fylgdu í kjölfarið, eins og kynning á farþegaþotum, sem gerði flugfélaginu kleift að komast til fleiri og fjarlægari flugvalla, sem einnig stækkaði og jók fjölbreytt framboð flugfélagsins. Þrátt fyrir nokkrar hindranir, meðan á alþjóðlegu fjármálakreppunni stóð árið 2010, er sterki andi Lufhansa hér enn í dag og flugfélagið heldur stanslaust áfram að panta flugvélar samtímans meðan þær eru í hönnun og framleiðslu.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Köln, Þýskalandi, en margar skrifstofur þess eru staðsettar í kring um Frankfurt-flugvöllinn, og nokkrar á Munchen-flugvellinum. Þetta er komið til vegna þess Lufthansa gat ekki flogið til Berlínar þegar það var stofnað, og það sem fólk taldi vera tímabundið entist þangað til að Þýskaland sameinaðist árið 1990. Á þeim tíma var Lufthansa nú þegar orðið risafyrirtæki.

Lufthansa er á skrá í helstu kauphöll Þýskalands og er eitt stærsta flugfélag í heiminum, með yfir 120.000 manns í ýmsum störfum, og rekstur flota sem samanstendur af yfir 700 flugvélum. Miðað við fjölda farþega og farangursflutninga, er Lufthansa stærsti flugrekandi iðnaðarins í Evrópu.

Lufthansa er viðurkennt sem áreiðanlegt og skilvirkt flugfélag, vörumerki sem er traustsins vert og notað af milljónum viðskiptavina um allan heim.