Mismunandi gerðir svifflugvéla.

Svifflug er skemmtileg íþrótt, iðkendur tala um frelsandi tilfinningu og frábært tækifæri til að skoða landið frá nýju sjónarhorni. Á Íslandi er starfrækt Svifflugfélag Íslands sem hefur um það bil 100 meðlimi, heldur keppnir í íþróttinni og sér um kennslu fyrir nýja iðkendur.

Margar tegundir svifflugvéla eru til, ein sú vinsælasta á Íslandi er Super Dimona. Sú vél er með 115 hestafla mótor og getur flogið á allt að 261 kílómetra hraða, einnig er hægt að drepa á mótornum í miðju flugi og svífa áfram um stund (ef aðstæður leyfa).

Vænghaf svona vélar er 16,33 metrar og hún er 7,28 metra löng. Vélin er með tvö sæti og því er tilvalið að taka með gest í frábært útsýnis flug.

ASK 21 svifflugvélin er æðisleg tveggja sæta þýsk vél sem hægt er að nota í listflug. Hún hefur 17 metra vænghaf, er 8,35 metrar á lengd og er mikið notuð við kennslu og í kynningarferðir.

Rolladen-Schneider LS-4 vélin er sú fjórða mest framleidda svifflugvél sem ekki er notuð til hernaðaraðgerða. Hún hentar vel fyrir byrjendur, er með 15 metra vænghaf, er 6,84 metrar á lengd og kemst upp í 270 kílómetra í loftinu. Hún hefur aðeins eitt sæti en er hljóðlát og tilvalin í útsýnisflug.

Rolladen-Schneider LS-8 vélin er mjög vinsæl meðal flugmanna. Hún er mjúk við stýrið og vinsæl í keppnum. Hún er með öflugan mótor, 15 metra vænghaf, er 6,72 metrar á lengd og kemst upp í 280 km hraða í loftinu.

Schleicher Ka-8b er fullkomin fyrir útsýnisflug, hún er með stóra plexi glugga svo þú getur litið allt í kringum þig og notið þín til fulls. Hún fer ekki hraðar en 200 km í loftinu en þú verður hvort eð er svo upptekinn við að líta í kringum þig að þú tekur ekki eftir því. Hún er með 14,15 metra vænghaf, er 7 metrar á lengd og tekur einn farþega.